Í dag miðvikudaginn 31. maí er auglýsing um Partýið í Fréttablaðinu

þar sem við erum að hvetja gamla nemendur til að skella sér í Hrútó, þarna erum við að sigta á árin 1972-1977, þannig að allir ættu að þekkja einhverja, ástæðan er sú að það höfðu borist óskir um þetta fyrir nokkru síðan en vegna misskilnings hefur eitthvað minna orðið um að unnið væri í því máli og var aðaláherslan á 1974-75. Fólkið sem var það ár veit vel af þessu og frá og með morgundeginum ættu fleirti að vita þetta og drífa sig á staðinn, lofum miklu fjöri. Hér koma upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að panta herbergi. Gisting á RSK
Nemendamót 9. - 11. júní 2006

Tveggjamanna herbergi með handlaug kr. 6.000 pr. nótt.
Eins manns herbergi með handlaug kr. 5000 pr. nótt.
Þriggja manna herbergi með handlaug kr. 8000 pr. nótt.
Svefnpokapláss í herbergum með handlaug kr. 2000 pr. nótt fyrir manninn.
Gisting á tjaldstæði með aðgangi að snirtingu og sundlaug kr. 600 pr. nótt fyrir manninn.

Morgunverður kr. 850 pr. mann.
Hátíðarkvöldverðar-hlaðborð laugardagskvöld kr. 2.900 pr. mann.

Inniaðstaða til leikja, sundlaug, heitir pottar og gufubað innifalið.

Sömuleiðs er hægt að fá aðstöðu fyrir fellihýsi og tjaldvagna og slíkt.

Karl B. Örvarsson
Reykjaskóla
Sími: 451-0004 / 699-2270
karl@skolabudir.is
www.skolabudir.is

Það er von á fleiri myndum núna næstu daga og er fólki velkomið að senda okkur myndir á dori@tv.is

Þá er ekki annað eftir að kveðja í bili og hvetja fólk til að drífa sig....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að sjá þetta í fréttabl.Frábært framtak hjá ykkur sem standa í þessu. Áfram,áfram,áfram,áfram RSK og við vinnum þennan leik.
Reyni að mæta ef ég mögulega get og hvet alla sem voru í 3ja-5.bekk veturinn 1976-1977 að mæta.Það væri æði að sjá þann 3ja bekk og þann 5.bekk spila körfubolta saman núna.

Anna Klara Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband