Þá er komin verslunarmannahelgi

og loksins bætti ég inn nokkrum myndum, mest er þetta myndir teknar í borðsalnum, vantar allar myndirnar úr heitapottunum og dansiballinu og....segi ekki meir. Um síðustu helgi fórum við Gulla á Borðeyri þar sem var mikil hátíð og mættu á bilinu 350-400 manns og var skrambi gaman, Raggi Bjarna kom og tryllti lýðinn, það var varðeldur og brekkusöngur. Það er búið að opna bar á Borðeyri og hvet ykkur öll sem eruð á ferðalagi þarna að koma við og fá ykkur einn eða tvo, fátt sem styttir langan akstur eins og nokkrir bjórar...smá grín, alveg smekklaust. Helgina þar áður fórum við svo á Drangsnes á Bryggjuhátíð, ekkert smá gaman þar og veðrið alveg bilað...þe alveg frábært og helgin Drangsnesingum til þvílíks sóma. Auk þeirra Óskars og Halldórs Höskuldssonar sem eru allt í ölu þessa helgi, komu Hilmar og hans kona, Siggi Yngva og hans kona og Árni mætti galvarskur en fór á laugardeginu, þetta var frábært. Þar sem að ég er nú að vera búinn með allar RSK myndirnar sem ég hef fengið, þá ætla ég að gera eian eða tvær möppur mð teikningum eftir mig, býð ykkur á sýndarveruleika sýningu fljótlega hér á síðunni.

HEY, HEY!!!

Djöfulli er tíminn fljótur að líða, það er liðinn meira en mánuður frá rsk partíinu.....kræst, alveg makalaust hvað mér finnst maður alltaf vera að halda jól. Vil bara biðjast afsökunar á hvað mér gengur hægt að setja inn myndirnar, talvan er alveg komin i lag, nú er það bara ég sem er ekki að standa mig. Ásta og Lovísa , Óskar og svo Bogga eru búin að senda mér myndir sem bíða eftir birtingu, sest við í kvöld ef ekkert annað lokkar mig. Minni fólk á að Óskar Torfason og aðrir Drangsnesingar halda sína árlegu Bryggjuhátíð um næstu helgi (22. til 24. júlí). Við Gulla fórum þarna í fyrra og skemmtum okkur alveg gríðarlega vel, á laugardeginum er boðið upp á sjávarrétti sem telja á tugum ef ekki þúsundum rétta og hver og einn öðrum betri (og ég sem borða ekki fisk). Það stefnir í ofsablíðu og roklausa helgi, þannig að maður veit aldrei....allavega stefnum við hjónaleysin á að renna norður og glensa soldið.... Annars er lífið bara gott, þó svo það hafi verið fámennt (en ótrúlega góðmennt) á rsk um daginn að fólk hafi verið ánægt með helgina enda ekkert nema gaman. Semsagt, vonandi verður sumarið almennilegt það sem eftir er og aðþið hafið það öll eins gott og þið mögulega getið.

Nýjar myndir

Komiði sæl og blessuð, hef átt í smá vanda með tölvuna mína, það er ástæðan fyrir því að hægt gengur að setja inn myndir, er að mála húsið sem ég bý í og er að finna svör við tilgangi lífsins g allt það, endalausar afsakanir, en sem sagt, þetta virðist vera að komast í lag og ætti restin af því sem ég er með að fara inn í dag eða á morgun, fólk má alveg senda mér myndir ef það á, mig minnir að það hafi nánast allir verið með myndavél.....koma svo...nú styttist í Drangsneshátíð (22. júlí) og Borðeyrarhátíð (29. júlí) þannig að það er nóg að gerast á Ströndum í þessum mánuði. En sem sagt, endilega senda myndir........

Þá er bara að þakka fyrir sig

Jæja, þá er rskPARTÝ2006 búið og ekki annað ægt að segja en að vel hafi til tekist, þó vissulega hefði maður kosið að sjá fleira fólk, en svona er þetta. ÞAð skemmdi þó ekki fyrir frábærri helgi þar sem veðurguðirnir spiluðu stóra rullu, veðrið var frábært í einu orði sagt, fólk safnaðist saman við laugina og í heitu pottunum upp úr kl. 10.00 á laugardagsmorgni eftir skemmtilega nóttt, þar sem fólk sat og spjallaði framundir rauðan morgun, sólin skein og menn og konur urðu rauð eins og norskar seljastúlkur. Á laugardeginum fjölgaði og var sest að snæðingi kl. 1900 og var maturinn alveg frábær, hlaðborð að bestu gerð, síðan var kíkt á gamlar myndir á vídeó og var veðrið þannig að fólk fékkst varla inn í hús aftur. En þessu lauk svo seint og síðarmeir eftir dannsleik í íþróttasalnum, við höfum kannski elst en úthaldið er það sama!!!! Það fór loks að rigna á sunnudagsmorgun en þá voru líka allir á heimleið.
Það er talað um að hittast aftur eftir fimm ár!! Hver veit er ekki rétt að biðja fólk að taka frá fyrstu helgina í júní 2011...það ætti að vera nægur tími fyrir fólk að skipuleggja sig. Sem sagt mér fannst þetta yndisleg helgi, gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk aftur og eiga skemmtilegar stundir. Þúsund þakkir fyrir skemmtunina, hlakka til að sjá ykkur aftur. Að lokum vil ég þakka Boggu, Hilmari og Atla fyrir samstarfið vð að koma þessu partíi á koppinn, þið eruð yndisleg. Þassi síða verður áfram uppi, ég bíð eftir að fá sendar myndir frá fólki til að setja inn á vefinn, Koma svo!!!

DONNY OSMOND???

Ég var að fá mjög skrýtna frétt, hún var eftirfarandi: Ástarpúngurinn Donny Osmond, syngur í Staðarskála
laugardaginn 10. júní. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir

Donny gistir um helgina á Reykjaskóla í Hrútafirði, m.a. mun hann renna fyrir lax
og skoða byggðasafnið, hann hefur einnig sýnt áhuga á því að skoða íslensku
sauðkindina og einnig heimamenn. Þetta kemur mér alveg í opna skjöldu, það er spurning hvort að þetta er eitthvað trix til að draga að gamla aðdáendur hans sem annars væru að skemmta sér á Reykjaskóla á staðinn eða hvort þetta er bara eitthvað grín...hvað veit ég, mér fannst alltaf lagið hans Puppy Love!! dáldið flott en ekkert meir, þannig að ég fer ekki á tónleikana hans í Staðarskála en tippa frekar á að rekast á hann á Reykjaskóla þar sem hann gistir...kannski að maður taki með sér gömlu vínyl plötuna af áðurnefndu Puppy Love og láti hann árita hana. Jæja, fannst rétt að skrifa um eitthvað annað en þetta Partý um helgina, gaman að Donny skuli verða á staðnum, skyldu eitthvað af bræðrum hans vera með í för eða Mary Osmond systir hans?!!!!!


Daguriinn í dag er dagurinn!!!

Komiði nú sæl og blessuð, þá er þessi margumrædda helgi kominn, kallinn búinn að pakka og farinn að horfa í
hánorður!!!! Heyrist að þeir sem ætla að mæta í kvöld fari að tínast á staðinn upp úr kl. 18.00, það hljómar vel og ætti að skapast skemmtileg stemming í kvöld sem gefur forsmekkinn fyrir aðalstemminguna á morgun. Við í undirbúningsnefndinni viljum að lokum hvetja ALLA sem eru að hugsa um að mæta (og líka þeir sem eru ekki að hugsa um það) slái til og láti sjá sig. Sem sagt, allir í gleðigírinn. Vonumst til að sjá ykkur sem flest...KOMA SVO!!!!

Þetta er að breta á!!! Á góða mín...

Jæja þá er nú ekki þörf á að nota báðar hendur í nuðurtalningunni fyrir hittinginn, kræst eins og gamla konan sagði, maður þarf að fara að strauja af sér þjóðbúninginn og stoppa í....Svei mer þá ef ég er ekki hættur að geta einbeitt mér í vinnunni, vildi að það væri kominn föstudagu. Vil bara segja að ég hlakka gríðarlega til að hitta alla (ef það hefði farið fram hjá einhverjum) og vonast til að eiga góðar stundir með ykkur þarna um helgina. Mætingin lofar mjög góðu, einhverjir hafa hellst úr lestinni af óviðráðanlegum sökum og enn aðrir munu birtast sem við kannski vissum ekki að myndu láta sjá sig og er það bara fínt!!!! VERA ALVEG ÓHRÆDD VIÐ AÐ MÆTA!!! Setti inn nokkrar myndir frá Siggu Þórðar sem hún tók '94....gaman!!!

Nýjar gamlar myndir

Kíkiði nú á skemmtilegar myndir sem Sigga Þórðar lét okkur fá í dag, bráðskemmtilegar. Fengum líka hjá henni slatta af myndum teknar á reunioninu 1994, þær koma inn um helgina, eitthvað vesen með skannann hjá oss. Annars allir kátir bara.....átta dagar í mót!! Allir búnir að redda pössun og svona!!!

Í dag er fyrsti júní

Það er orðið ískyggilegas stutt í hittinginn. Í gær átti að vera lokadagur að borga staðfestingargjaldið en eins og alltaf þá er ekkert lokað á fólk þanig að þeir sem hafa áhuga á að koma gera það og gera þá upp á staðnum, staðfestingargjaldið ver aðalega sett upp til að við hefðum tölu á þeim sem yrðu í hlaðborðinu um kvöldið. Þannig að þeir sem eru seinir fyrir, það er bara þannig.
Hér eru aftur upplýsingar um greiðslustað ofl.
Vinsamlegast leggið inn á eftir farandi reikning:
Banki: 1150
H 26
Reikningsn. 11518
kt.: 221257 7079
og taka fram nafn og vegna RSK
bæ í bili....p.s. veðrið verður frábært í Hrútó þessa helgi....segja heimamenn!!!

Í dag miðvikudaginn 31. maí er auglýsing um Partýið í Fréttablaðinu

þar sem við erum að hvetja gamla nemendur til að skella sér í Hrútó, þarna erum við að sigta á árin 1972-1977, þannig að allir ættu að þekkja einhverja, ástæðan er sú að það höfðu borist óskir um þetta fyrir nokkru síðan en vegna misskilnings hefur eitthvað minna orðið um að unnið væri í því máli og var aðaláherslan á 1974-75. Fólkið sem var það ár veit vel af þessu og frá og með morgundeginum ættu fleirti að vita þetta og drífa sig á staðinn, lofum miklu fjöri. Hér koma upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að panta herbergi. Gisting á RSK
Nemendamót 9. - 11. júní 2006

Tveggjamanna herbergi með handlaug kr. 6.000 pr. nótt.
Eins manns herbergi með handlaug kr. 5000 pr. nótt.
Þriggja manna herbergi með handlaug kr. 8000 pr. nótt.
Svefnpokapláss í herbergum með handlaug kr. 2000 pr. nótt fyrir manninn.
Gisting á tjaldstæði með aðgangi að snirtingu og sundlaug kr. 600 pr. nótt fyrir manninn.

Morgunverður kr. 850 pr. mann.
Hátíðarkvöldverðar-hlaðborð laugardagskvöld kr. 2.900 pr. mann.

Inniaðstaða til leikja, sundlaug, heitir pottar og gufubað innifalið.

Sömuleiðs er hægt að fá aðstöðu fyrir fellihýsi og tjaldvagna og slíkt.

Karl B. Örvarsson
Reykjaskóla
Sími: 451-0004 / 699-2270
karl@skolabudir.is
www.skolabudir.is

Það er von á fleiri myndum núna næstu daga og er fólki velkomið að senda okkur myndir á dori@tv.is

Þá er ekki annað eftir að kveðja í bili og hvetja fólk til að drífa sig....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband