Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

leytun

hallo eg heiti allasigga og by i Los Angeles, eg er að leyta af Halldori R. Larussyni, grafiskum teiknara sem for i Otis skolan her i L.A . Skolafelagi heðan bað mig um að gera þetta, hann heitir Amir. Lattu mig vita ef eg er með retta mannin, takk allasigga

Alla Sigga Jonsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. sept. 2007

Frá Siggu Þórðar

Sæl öll sömul, var að koma heim frá Danmörku með viðkomu í Færeyjum. Frábært að sjá að helgin hafi verið svona vel heppnuð. Gaman að sjá myndirnar og vonandi koma fleiri fljótlega. Mér finnst eins og ég þekki ekki alla á þessum nýju myndum? hefur fólk breyst svona? mér finns ég ekkert hafa breyst, en líklega hef ég gert það á þessum 30 árum sem liðin eru síðna elstu myndirnar á síðunni voru tekkkna : ) en frábært að við ælum að endurtaka þetta eftir 5 ár, þá kem ég. kveðja til ykkar allra Sigga Þórðar

Sigga Þórðar (Óskráður), sun. 2. júlí 2006

Úr Svíaríki

Hæ öll sömul (eða öll saman..??) Á ekki að fara að pota inn fleiri myndum? Takk fyrir kveðjur Svanborg og hlakka líka til að sjá þig. Ertu ekki enn jafn myndarleg og forðum? Þegar maður hugsar um Reykjaskólaárin man maður hvað það voru margar sætar stelpur og harmar hvað maður sjálfur var mikill sauður. Hej då öll, adjö, ha det bra och vi ses, einsog sagt er hér á máli innfæddra. Jón Bragi

Jon Bragi (Óskráður), fim. 22. júní 2006

Frábær helgi

Takk fyrir síðast. þetta var alveg frábær helgi. Nú getur maður farið að láta sér hlakka til að hitta ykkur aftur eftir bara fimm ár. ( tíminn líður svo hratt ) AMK gerði þessi helgi það. Kveðja Bryndís Pálma.

Bryndís Pálma. (Óskráður), mið. 21. júní 2006

Góð helgi

Hæ öll og þúsund þakkir fyrir helgina. Mér fannst Dóri horfa svo mikið á mig þegar ég var búinn að kyssa Gullu þrisvar að ég gat ekki kysst hana mikið oftar en ætlaði að koma þessu vel til skila síðar og enn er ekki öll nótt úti, þegar Gulla og aðrir Reykskælingar koma á Bryggjuhátíð 22 júli á Drangsnesi. Síðan þakka ég öllum fyrir samveruna um helgina sem var frábær. Hlakka til að hitta alla aftur eftir fimm ár. Er með nokkrar góðar myndir sem koma síðar Gógó biður að heilsa. Kv Óskar Torfason

Óskar Torfason (Óskráður), mið. 14. júní 2006

Takk takk

Takk fyrir góða helgi. Mér fannst frábært að hitta ykkur öll. Sumir höfðu aðseins breyst og ég þekkti ekki alla strax. Jón Bragi ég hlakka til að sjá þig og alla hina eftir fimm ár. KV Bogga.

Svanborg Einarsdóttir (Óskráður), þri. 13. júní 2006

Myndir takk

Ja ljótt er að heyra um frammistöðu Óskars. Ég verð þá barasta koma í eigin persónu næst. Eftir 5 ár aftur það líst mér vel á. Mér hraus hugur við því að bíða í tíu ár eftir næsta tilfelli. Koma þá haltrandi með tennurnar í glasi orðinn nær sextugur skarfur. Var reyndar að leggja drög að því að fá mér nýjar framtennur þannig að ég verð klár í slaginn eftir fimm ár. Verð vonandi furðu ern þá, fylgi fötum og þekki fólk og svoleiðis. Á svo ekki að setja inn myndir af herlegheitunumÖ Alltaf spennandi að sjá hvort einhverjir eru orðnir kallalegri en ég. Þessar vikurnar hafa verið að rifjast upp ýmsar skemmtilegar minningar. Matarkappið ógurlega frá strákavistinni á kvöldin. Einu sinni hljóp einn á ljósastaur í hálku af þvílíkum krafti að það slokknaði á perunni. Viðkomandi var þó útbúinn eigin öryggispúða og varð ekki meint af og hélt áfram hlaupunum og varð sem ævinlega meðal fyrstu manna. Svo mikil voru afrek hans á matarsviðinu að hann var talinn "átján pulsna maki". En ekki skorti heldur andans menn. Fremstan ber að nefna vin minn Gunnlaug Valtýsson sem nefndur var skólaskáld. Kastaði hann fram stökum af flestum tilefnum og byrjuðu flestar á "Mikið er nú núna hér..." og urðu fæstar mikið lengri. Eina vísu orti hann þó dágóða um mig. Gætir þar sterkra áhrifa frá enskukennslu Ragga teach: John Bray mælti við konu sína farðu útí búð og kauptu spray svo ég finni ei fýlu þína. Býsna gott Bestu kveðjur til ykkar allra Jón Bragi

Jón Bragi (Óskráður), þri. 13. júní 2006

Halldór R. Lárusson

Hilmar Hreinsson

Þetta var algjört æði alveg yndislega gaman takk fyrir ykkur öll. Þið sem ekki komuð en voru búin að segjast ætla að koma.. Hvað er að???

Halldór R. Lárusson, mán. 12. júní 2006

Ása Hildur Guðjónsdóttir

Takk fyrir síðast

Komust ekki allir heilir á húfi heim? Allavega takk fyrir frábæra helgi. Ég skemmti mér mjög vel og hlakka til að hittast aftur eftir 5....ár. Takk fyrir mig Kv. Ása Hildur

Ása Hildur Guðjónsdóttir, mán. 12. júní 2006

Sumir þóttust gleyma að koma kveðjum á framfæri ???

Heil og sæl öll og takk fyrir síðast - eins og við var að búast þá var þrælskemmtilegt að hitta ykkur - og auðvita hittumst við að fimm árum liðnum - ekki seinna. Ég sé eftir lesturinn í þessari gestabók að skrattakollurinn hann Óskar Torfa gleymdi að kyssa mig frá Jóni Braga - Jón Bragi ég fær vonandi kossinn eftir 5 ár - og þú Óskar - skammastu þín - þú færð ekki koss frá mér þegar ég kem á Bryggjhátíðina í sumar. kv.gulla. ps. Hrönn ég þarf að fá upplýsingar frá þér - sendu mér netfangið þitt .

guðlaug jónasdóttir (Óskráður), mán. 12. júní 2006

Takk fyrir síðast !

Halló allir!Takk fyrir síðast allir sem mættu á RSK. Þetta var hreint frábært,maturinn æðislegur svo ég tali nú ekki um veðrið.(Spánarveður) Sjáumst vonandi að fimm árum liðnum. Kveðja.

Ásta Stefánsdóttir (Óskráður), mán. 12. júní 2006

Takk fyrir síðast!

Sæl verið þið (og takk fyrir síðast, þið sem fóruð að RSK um helgina). Þetta lukkaðist allt frábærlega, eins og við var að búast af undirbúningsnefndinni. M.a.s. veðursamningarnir tókust við almættið sem verður að teljast einstakt afrek. Takk fyrir mig !!

Ingibjörg Hafstað (Óskráður), mán. 12. júní 2006

Varð að senda kveðju

Hæ,hæ. Mig langar óskaplega norður,en kemst ekki.Öfunda ykkur öll sem geta mætt.Það hefði verið æðislegt að hitta gamla skólafélaga og rifja upp gamlar minningar.Góða skemmtun hjá ykkur öllum sem ég efast ekki um. Vonandi verður haldið aftur svona innan fárra ára. Bestu stuðkveðjur,Anna Klara Hreinsdóttir.

Anna Klara Hreinsdóttir (Óskráður), lau. 10. júní 2006

Kiddý

Halló , var að skoða myndirnar og þessa skemmtilegu síðu. Hlakka til að sjá ykkur öll á Reykjaskóla á morgun Kv.Kiddý

Kristín Guðmannsdóttir (Óskráður), fös. 9. júní 2006

Halló Gulla

Hæ Gulla Ég kemst því miður ekki. Bý í Svíþjóð. Gat nú samt ekki stillt mig um að leita að ódýru flugfari í gær. Hins vegar er ég búinn að gefa Óskari Torfa umboð til að kyssa allar sætar miðaldra stelpur (og þú ert ofarlega þar á meðal) sem ég þekki frá RSK-árunum og einkum og sér í lagi hrútfirskar yngismeyjar. Gaman væri að halda síðunni lifandi þó partíið sé búið. Ég hef verið mér til dundurs að skanna myndir af öllum sem voru á Reykjum með mér og er með hugmyndir að ná í myndir af þeim í dag og hvar fólk býr og svoleiðis. Mig langar svo mikið að vera með að mig er næstum því farið að langa í hundakex. Við höldum bara annað partí eftir tíu ár. Góða skemmtun öll saman. Hugurinn verður hjá ykkur um helgina. Bestu kveðjur Jón Bragi

Jón Bragi (Óskráður), fös. 9. júní 2006

Beinir í baki og ekki hanga á dömunum - góður

Hæ hæ jæja - Jón Bragi þú verður að koma ég hef ekki séð nafnið þitt á listanum yfir þá sem ætla að koma - ég vona að það séu fleiri sem ætla að koma og eru ekki á listanum sem ég sá hjá skemmtinefndarmönnum - Drífa sig FÓLK - kv.gulla

guðlaug jónasdóttir (Óskráður), fim. 8. júní 2006

Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ætla margir að fara að Reykjaskóla á föstudaginn

Er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að drífa mig á föstudaginn eða laugardag. Eitthvað vefst þessi ákvörðun nú fyrir mér svo ég spyr eru margir sem ætla að fara á föstudag. Eru margir að fara frá höfuðborgarsvæðin. Hvað með að þjappa sér saman í bíla eða koma allir á þyrlum nú eða bara með norðurleið eins og í denn. Ein sem á erfitt með að taka ákvörðun ;-) Sjáumst allavega hress Ása Hildur

Ása Hildur Guðjónsdóttir, þri. 6. júní 2006

Minnið

Þessi körfuboltaleikur gat vel hafa verið vorið 1975 allavega var ég ekki á RSK 76 og get því enganvegin munað hvernig leikir spiluðust þá en Kristján var í mikilli framför og átti eftir að spila með þeim bestu eins og Ragga bróður. Ég verð nú ekki með stórubræður mína með núna en ég vona að Guðmundur Jens, Hjálmar Kristjáns og Villi Palli séu klárir ef til leiks kemur. Hefur einhver heyrt hvort Þórunn Jóns komi með gítarinn?

Óskar Torfason (Óskráður), þri. 30. maí 2006

Dansinn

Já hver man ekki eftir danskennslunni hjá Sigurði Hákonarsyni: "Vinstri saman vinstri-hægri saman hægri.........beinir í baki og ekki hanga á dömunum"!

Jón Bragi (Óskráður), þri. 30. maí 2006

Rétt skal vera rétt.

Þetta er rétt hjá þér Dóri. Ég var að tala um vorið 1976 en ekki 1975, kannski að maður sé orðinn meira en miðaldra þó að maður trúi því ekki sjálfur!

Kristjan Oddsson (Óskráður), fös. 26. maí 2006

Leiðrétting

Þetta er sko ekki illa meint en vorið 75 var ég í 5ta bekk með Gulla Eika, Helga, Reyni og Ásmundi, Guðmundur var í fjórða bekk og Danni í landsprófi...þannig að...já þannig þannig var það nú, þetta gæti samt orðið skemmtilegt uppgjör, minnir að bæði Kristján og Óskar hafi mikið keppnisskap an á móti kemur að Kristján er yngri..spennandi

Dóri (Óskráður), fös. 26. maí 2006

Miðaldra ?

Heyri að við Óskar erum alla vega ekki miðaldra, ekki í anda a.m.k. þar sem við munum hlutina eins og þeir hafi gerst í gær! Þessi leikur sem ég var að tala um var vorið 1975. Trúi varla að Guðmundur, Danni og aðrir þáverandi 5. bekkingar séu búnir a gleyma því, ef svo eru þá eru þeir miklu meira en miðaldra! En Óskar, mér heyrist að það stefni í uppgjör! Þú mátt bara ekki taka með þér fleiri Torfasyni þá er leikurinn ójafn!

Kristjan Oddsson (Óskráður), mið. 24. maí 2006

Ég man eftir þessum leik eins og gerst hefði í gær Stjáni, mig minnir líka að 4 bekkur hafi svo unnið 2 bekk í úrslitum.Ég man líka vel eftir glímunni þegar Valdi Gunnars skellti mér, hann var svo þungur Ég sá hann í Perlunni um daginn, við ættum kanski að reyna aftur.Ég man alla gömlu dansanna sem Siggi Hákonar kenndi það væri hægt að slá upp balli ef Simbi á Gili kæmi með harmonikuna. Kv Óskar Torfa

Óskar Torfason (Óskráður), mið. 24. maí 2006

Miðaldra

Fékk stórskrítna tilfinningu áðan þegar ég var að lesa forsíðuna. Allt tal um húsbíla, tjaldvagna og rafmagn. Fannst allt í einu að verið væri að tala um eitthvað fólk sem er miklu eldra en ég. Fólk sem er eitthvað svo ferlega MIÐALDRA fengu fleiri svona fíling? Allavega er ég enn 17 eða 18 eins og um árið góða sem við áttum saman í Hrútafirðinum. Sjáumst hress Allavega Ung í anda Ása Hildur

Ása Hildur (Óskráður), þri. 23. maí 2006

Gömlu dansarnir

Fyrst fólk er farið að rifja upp það helsta sem um var að vera forð um daga, man ég að gömlu dansarnir voru stignir á kvennavistinni, á mjóa ganginum uppi, það væri hægt að rifja þá upp en einnig glímu, kenndi Steini okkur ekki frumskrefin í glímu? mig minnir það. Ég sé allavega að þó ég komi ekki ( sé bara í anda ) þá verðið þið ekki uppiskroppa með viðfangsefni. En það er gaman að fylgjast með ykkur hér á síðunni. kveðja til ykkar allra Sigga Þórðar

Sigga Þórðar (Óskráður), þri. 23. maí 2006

Meiri körfubolti

Ég vona að Óskar sé bara að píska upp stemminguna en ekki að boða blóðug slagsmál eins og þegar 2. bekkur vann 5. bekk hér um árið og Höskuldur Goði þurfti að vísa mönnum í sturtu til að kæla þá niður! Eða er það bara ég sem man eftir þessum sæta sigri Davíðs á móti Golíat. Boðsund hljómar vel, rétt að hvetja sem flesta 1. bekkinga til að mæta svo Atli þurfi ekki að synda marga spretti. Kv. Kristján Oddsson.

Kristjan Oddsson (Óskráður), þri. 23. maí 2006

Körfubolti

Hæ gaman að sjá hvað allir eru brattir. Það veitir nú mikla öryggiskend að hafa lækni á svæðinu sem getur veitt fyrstu hjálp ef menn verða fyrir hnjaski. Ég er alltaf til í körfubolta (eða var það ekki)og sund á eftir. Væri ekki tilvalið að hafa boðsund milli bekkja nú er bara að æfa. Kv Óskar Torfa

Óskar Torfason (Óskráður), mán. 22. maí 2006

Halldór R. Lárusson

Hilmar Hreinsson

Já, við Dóri fórum norður og mér finnst sundlaugin hafa lengst svo er ekkert pláss fyrir áhorfendur bara 5-10 kannski þetta er svooo lítill salur núna. Við eigum sko eftir að hafa það gott og gaman. Þeir sem komast ekki verða endilega að koma..

Halldór R. Lárusson, fös. 19. maí 2006

Kemst ekki

Kemst því miður ekki en það hefði verið frábært að koma það kanski man engin eftir mér

Guðrún Rósa Gunnarsdóttir (Óskráður), mán. 15. maí 2006

Sundmót

Framtak þeirra sem standa að undirbúningi Reykjaskólapartýs ber að þakka. Komst ekki 1994 en hlakka til að koma núna. Sé að það er mikill áhugi fyrir að keppa við Guðmund Jensson í sundi og get ég alveg meldað mína þátttöku á 4. brautina, en bara ef keppt er í styttri vegalengdum. Annars hitti ég Guðmund fyrir norðan í mars og minntist hann ekkert á sundmót en vonaðist til að sem flestir mættu með íþróttaskó og stuttbuxur svo hægt yrði að spila þjóðaríþrótt RSK nema, þ.e. körfubolta. Þar sem við höfum aðgang að íþróttasalnum vona ég að sem flestir, stelpur og strákar, mæti með körfuboltadótið sitt svo við getum spilað nokkra leiki. Þó við höfum spilað 4 á 4 hér í gamla daga þá eru kannski 3 á 3 hæfilegt í dag, allavega ef einhverjir hafa stækkað að ummáli í hlutfalli við mig! Körfubolti er fín upphitun fyrir sundmót og svo slappa af í pottunum á eftir. Kristján Oddsson

Kristján Oddsson (Óskráður), mán. 15. maí 2006

Frábært framtak.

Það er gaman að sjá hversu áhugi ykkar er mikill á að hittast í Reykjaskóla 9.-11.júní. Margir hafa pantað gistingu, en látið endilega í ykkur heyra varðandi herbergjapöntun sem fyrst. Ég verð í fríi frá 24.maí -8.júní en þá er hægt að panta herbergi og fá upplýsingar hjá Þorvarði í síma 699-2065

Karl B. Örvarsson Reykjaskóla (Óskráður), fös. 12. maí 2006

Á heimaslóðir.......

Hæ,Hæ. Það verður gaman að hittast aftur.Hvar eru miðskólabekkingar? Á ekki að mæta ? Lovísa systir ætlar að koma spes heim frá Noregi til að vera með okkur.Kveðja Ásta Stef.

Ásta Stefánsdóttir (Óskráður), fim. 11. maí 2006

Bryndís

Það verður gaman að sjá ykkur. Kveðja Bryndís Pálma

bryndis (Óskráður), fim. 11. maí 2006

Halldór R. Lárusson

Fundur í kvöld, taka 2

Gleymdi að segja að það er fundur hjá nefndinni í kvöld,kaffi og kleinur, læt vita á morgun. Þetta er allt að smella.

Halldór R. Lárusson, fim. 11. maí 2006

Halldór R. Lárusson

FUNDUR Í KVÖLD

Það er sko bannað að mæta ekki af því að einhver annar ætlar ekki að mæta...það er að að glæðast með skrifin hér en betur má ef duga skal, við Gulla erum að bilast úr spenningi, held samt að hún sé spenntari bara að vera að fara í Hrútafjörð, henni finnst hann nefnilega fegursti staður á jörðinni og uppástendur að Borðeyri sé miðpúnktur alheimsins...þetta þarf ég að búa við.

Halldór R. Lárusson, fim. 11. maí 2006

Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ása Hildur

Hæ hæ Langar bara að vita hvort þið eigið enn í erfiðleikum með að kíkja á myndirnar frá mér? Ætla margir að fara á föstudeginum? Hvernig væri að smala saman í bíla frá höfuðborgarsvæðinu? Hlakka til að koma í Hrútafjörðinn, skora á alla sem vettlingi geta valdið að drífa sig nú. Kveðja Ása Hildur

Ása Hildur Guðjónsdóttir, mið. 10. maí 2006

Sigga Þórðar

Hæ aftur ég er sammála Ingu fleiri ættu að skrifa í gestabókina þó ekki væri nema setja nöfnin sín og þá sjáum við hverjir eru að kíkja inn. Agga þykist ekki geta fari norður af því ég fer ekki það ætti nú einhver að mana hana með. Ég vildi svo mikið vera að fara norður og hitta ykkur en enn og aftur verð með í anda. kv. Sigga Þórðar

Sigríður Þórðardóttir (Óskráður), mið. 10. maí 2006

Skemmtilegt framtak

Skemmtileg þessi heimasíða. Ég hafði nú alltaf hugsað mér að mæta, en það hittist samt þannig á að ég verð í sumarhúsi þessa viku og byrja þar á föstudag. Hugsanlega möguleiki að koma samt á laugardagskvöldið og vera með í mesta fjörinu.

Eggert Aðalsteinn Antonsson (Óskráður), þri. 9. maí 2006

SkrifaSkrifa....

Já, það mættu fleiri skrifa til að endurspegla stemmninguna, sem ég held reyndar að fari að verða mælanleg á skjálftamælum Veðurstofunnar. Hafði samband við Kiddý Guðmanns, sem ætlar auðvitað að mæta ásamt Bryndísi Pálma. Hvað með ykkur 5. bekkinga? Ætlið þið ekki öll að mæta? Sigga hvað á þetta að þýða að skrópa ?? Ég skal líka keppa við Guðmund Jensson í sundi, það er ekkert sárt að tapa fyrir honum, hraðskreiður eins og hann er...

Ingibjörg Hafstað (Óskráður), þri. 9. maí 2006

Halldór R. Lárusson

hh

HaHA ég get bara skrifað og skrifað allt á kostnað dóra hehehehe

Halldór R. Lárusson, mán. 8. maí 2006

Halldór R. Lárusson

hilmar Hreinsson

Ég fór í Perluna um helgina og var það nokkurskonar reunion,margir geggjaðir strandarmenn. Er enginn sem skrifar á þessa síðu. hefðum við frekar að opna símatorg???

Halldór R. Lárusson, mán. 8. maí 2006

Halldór R. Lárusson

hilmar

Ég hef skrifað nokkrum sinnum en ekkert komið eins gott kannski. Ég hlakka til og keppi í hverju sem er, líka Guðmund Jensson í sundi...Hann var bestur munið þið..

Halldór R. Lárusson, fim. 4. maí 2006

Hæ Hæ

Halló öll sömul ég var að fá upplýsingar um þessa síðu frá Huldu Skúla, ég fæ bara ekki að vera með af því ég kemst ekki norður, en ég mun örugglega vera með ykkur í anda. Þetta er frábært framtak og myndirnar eru snild ég komst að því að ég á nú nokkrar myndir ef vel er að gáð. ég mun fylgjast með ykkur, netfangið mitt er stsigga@simnet.is kveðja Sigga Þórðar var í 5.bekk

Sigríður Þórðardóttir (Óskráður), mið. 3. maí 2006

Fjarri góðu gamni

Tek undir með öðrum hér að það er gaman að þessari síðu og gaman að fólk skuli ætla að hittast. Geri þó ekki ráð fyrir að geta mætt (bý í Svíaríki). Ég var síðast á RSK vorið 1973 þannig að ég þekki marga á myndunum. Árið 2003 hafði ég mína eigin reunion á leið norður og fannst þetta allt eitthvað svo miklu minna en það hafði verið. Einu merkin ég sá eftir veru mína þar var brunamerkið í loftinu í stigaganginum á strákavistinni. Þar skutum við nokkrir hugvitsmenn upp rakettu úr kjallaranum og uppí loft. Hafði skólastjóri vor ekki hugmyndaflug til að ýmynda sér hvaðan rakettan kom og tók því alla á efstu hæðinni í stranga yfirheyrslu án árangurs. Bestu kveðjur til allra sem ég þekki frá þessum árum. Jón Bragi

Jon Bragi (Óskráður), þri. 2. maí 2006

Þetta gengur rólega mér líst vel á leikinn sem Gulla stakk uppá að skora á tvo að kvitta í gestabókina. Ég skora á nafna mína Bergsson og Kristinsson að kvitta og þeir skori síðan á tvo. Kv Óskar Torfason Ps: er ekki Óskar Bergsson í framboði?

Óskar Torfason (Óskráður), mán. 1. maí 2006

hellú

jæja þá er komið að því að hittast og eiga góða stund saman eftir x mörg ár hvað um það flott síða og ætla ég að reyna að mæta þó sé ekki nema einn dag ,ekki gleyma hundakexinu eða....verður ekki eitthvað betra á boðstólum

Guðmundur E.Joelsson (Óskráður), mán. 1. maí 2006

Glæsilegt

Frábær heimasíða og dásamlegar myndir. Kíki reglulega.Ég fékk mjög góð viðbrögð hjá miðskólabekkingum þegar ég hafði samband. Sjáumst í júní.

Svanborg Einarsdóttir (Óskráður), lau. 29. apr. 2006

RSK

Já já mikið er maður farin að hlakka til og allavega ætlum við Ragna að gista.

þorbjörg Fríða Sigurbjartsdóttir (Óskráður), lau. 29. apr. 2006

Ja hérna, verður Reykjaskólapartý!!!

Það verður bara stanslaust fjör í Hrútafirðinum í sumar. Því miður á ég ekki heimangengt þessa helgi en ég mun fylgjast með úr fjarlægð(DK). Áfram Dóri mágur í skipulagningunni, Venlig hilsen Þórey

Þórey Jónasdóttir (Óskráður), fim. 27. apr. 2006

Fínar myndir

Gaman að sjá allar þessar myndir og rifja upp gamla og góða daga, vonandi koma sem flestir til endurfundarins. Hlakka til.

Ingibjörg Hafstað (Óskráður), fim. 27. apr. 2006

Þetta lofar góðu allir 4. bekkingar sem ég heyrði í voru mjög jákvæðir að mæta sérstaklega þeir sem komu síðast (það var svo gaman) Endilega kvitta á síðuna svo Dóri haldi ekki að engin viti um hana. Óskar Torfa. ps:gaman að sjá myndirnar Hennar Ásu Hildi og Dóra

Óskar Torfason (Óskráður), mið. 26. apr. 2006

Halldór R. Lárusson

hi

Ég get ekki opnað myndirnar hennar Ásu Hildar

Halldór R. Lárusson, mið. 26. apr. 2006

Halldór R. Lárusson

Láta vita

Endilega láta berast til fólks sem þið voruð með á RSK, þá erum við að meina fólk sem þið voruð með 72, 73,74, 75, 76, 77, það eru allir velkomnir, samt er 74-75 miðpúnkturinn. Eitthvað hefur fólk sem var þarna á undan og eftir lýst áhuga á að mæta og eru eins og fyrr segir allir velkomnir. Hvetjum svo fólk til að panta sér gistingu ef því hugnast þaðsvo er hægt að tjalda og vera á fellihýsum og allan þann pakka.

Halldór R. Lárusson, þri. 25. apr. 2006

Halldór R. Lárusson

Nöfn og netföng - vantar slatta endilega senda á okkur

5. Bekkur Ásmundur Valdimarsson Agnes Agnarsdóttir agnesa@hafnarfjordur.is Eiríkur Ólafsson ero@simnet.is Gróa Margrét Lárusdóttir Gunnlaugur Jónsson gutli@simnet.is Halldór R. Lárusson dori@tv.is Hulda Skúladóttir huldask@skoli.net Ingibjörg Hafstað ihafstad@simnet.is Reynir Jóhannesson Sigríður Þórðardóttir 4. bekkur - Ása Hildur Guðjónsdóttir asahildur@internet.is Bára Hjaltadóttir Edda Karlsdóttir Elínborg Bjarnadóttir ellabj@internet.is Eyjólfur Ólafsson eyjolfuro@btnet.is Guðmunda Þórðardóttir gudmth@simnet.is Guðmundur Jensson sundlaug@skagafjörður.is Guðmundur Jóelsson joels@simnet.is Guðmundur Magnússon Halldór Höskuldsson holtag10@snerpa.is Hildur Guðmundsdóttir Hjálmar Kristjánsson hk@kg.is Hörður Hjartarson vifl@simnet.is Jakob Daði Marteinsson Kristín Guðmundsdóttir eib@media.is Kristóbert Óli Heiðarsson kristobert@simnet.is Óskar Torfason oskart@snerpa.is J. Ragna Sigurbjartsdóttir bholar@simnet.is Sigrún Pálmadóttir Reykjavík Sigríður Lára Theodórsdóttir Noregur Sigurður Baldursson siggi58@mi.is Sigvaldi Jóhannsson Valdimar Guðmundsson valdig@simnet.is10-Mar Vilhelm Pálsson bilrun@simnet.is Þorbjörg Sigurbjartsdóttir bobba65@hotmail.com Þórunn Jónsdóttir dalsgerdi5b@simnet.is 3. bekkur landspróf Eggert Atli Benónýson Bjarni Axelsson Björn Sverrisson bis@rafteikning.is Daníel Árnason fjallalamb@fjallalamb.is Drífa Árnadóttir fusi57@simnet.is Elín Snorradóttir Elísa G. Ragnarsdóttir Grétar Friðriksson Grímur V. Lárusson Noreg Guðbjörg Skúladóttir gudbjorg@formaco.is Guðjón Jónsson Helga Sigurðardóttir Hilmar Hreinsson hilmarhr@isl.is Jón Gíslason storaburfell@emax.is Kolbrún Karlsdóttir kkdottir@hotmail.com Magnús Hauksson Sigrún Inga Sigurðardóttir sigrun.inga.sigurdardottir@reykjavik.is Sólveig Ebba Ólafsdóttir solebb@internet.is Sveinn Kragh kragh@simnet.is Sveinn Pálsson svenni59@yahoo.com 3 bekkur Miðskóli Anna G. Bjarnadóttir annagarun7@visir.is Árni Friðrik Guðmundsson Ásta Stefánsdóttir astastef@simnet.is Bergljót Benónýsdóttir bergljot.b@simnet.is Birgir Gestson kornsa@simnet.is Bjarni Björnsson zolo@isl.is Bryndís Pálmadóttir bryndis@sahun.is Eggert Antonsson eggerta@simnet.is Elísabet Skúladóttir einarh@ru.is Erlingur Garðarsson elli01@simnet.is Friðbjörn Jónsson fhus@visir.is Guðbjörg Jónsdóttir stefan@li.is Guðlaug Jónasdóttir dori@tv.is Gunnar S. Hrólfsson hudfegrun@hudfegrun.is Gunnar Jósefsson gunnaraj@visir.is Helga Hjálmarsdóttir gunnarv1@simnet.is Hildur v. Guðmundsdóttir hvg@hi.is Hólmfríður Jóhannsdóttir Hrönn Jónsd spordur@visir.is Jón Eiríksson U je@je.is Jón Sigurðsson shus@mmedia.is Katrín Guðnadóttir Setbergi 14 815 Þorlákshöfn 4833912 Kristinn Þór Egilsson Lovísa G. Stefánsdóttir Noregi lovisa59@hotmail.com. Ósk Jónsdóttir msk@simnet.is Rósa Jósepsdóttir fjardarhorn@simnet.is Sigríður B. Sigvaldadóttir siggas@torg.is Sigurjón Guðmundsson almadogg@hotmail.com Sigurlaug Ingvarsdóttir Snorri Torfason snorri@la.is Svanborg Einarsdóttir svanborge@visir.is Sveinn Karlsson sg@sgverk.com, gudnybo@isl.is Valdimar Ólafsson valdi@fimir.is 2. bekkur Baldur Jónsson Björn Reynisson Danmark Danfríður Þorsteinsdóttir Emelía Þórðardóttir einarogemma@simnet.is Gísli Jósefsson gislijak@islandia.is Guðmunda Maríasdóttir mundamar@gmail.com Guðmundur Jónsson gud.jons@simnet.is Guðrún R. Gunnarsdóttir Gunnar Jónsson Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Jóhann Þór Sigurðsson Jóhanna Guðfinnsdóttir gjon@internet.is Jóhanna S. Jónsdóttir Kristín A. Sverrisdóttir Aanna.stina@hrafnista.is Lárus G. Þorvarðarson Danmörk Sigurður Ingvason sdsbud@simnet.is Sigurhans Karlsson sigurhans@hive.is Sigurjón Guðmundsson Steiney Ólafsdóttir blisko@simnet.is Vilborg Magnúsdóttir vilborg@stadarskali.is 1. Bekkur Atli Vilhjálmsson atliv@bl.is Bergþór Þórarinsson Dagur Benónýsson dagur@dekk.is Heimir Ottóson Færeyjar Ingólfur Rögnvaldsson -golli@rang.is Kristján Oddsson oddson@hotmail.is Magnús Eiriksson magnus@tolvuverk.is Óskar Bergsson skarb@vortex.is Sæmunda Ingibjargardóttir Þorseinn Kragh Þórey Jónasdóttir Danmörk - thorey1a@hotmail.com

Halldór R. Lárusson, þri. 25. apr. 2006

Húrra vefsíða komin upp

Ætla ekki allir að mæta? Hverjir eru búnir að bóka sig? ja eru ekki allir í stuði? Hvernig virkar þessi vefsíða verða bekkjalistar með nöfnum, símum, tölvupósti, msn osfrv. Nei ég bara spyr Ætlar nokkur að taka með sér vökvann sem var blandað saman við egils appelsínuþykkni Uss Dóri ertu enn að reykja Kannski maður hafi með sér nál og .... og setji upp eyrnalokkagötun :-) Kveðja Ása Hildur

Ása Hildur Guðjónsdóttir (Óskráður), þri. 25. apr. 2006

hh

Flott nú byrjar ballið vonandi

Hilmar Hreinsson (Óskráður), mán. 24. apr. 2006

Er búinn að bóna skóna mína....

Já það er ekki seinna vænna að maður fari að bóna skóna fyrir þessa helgi, viðbúið að maður labbi aðeins um fornar slóðir og fái sér kannski smók á bak við byggðasafnið, nú eða bara inn á klósetti og fái með sér 6-9 manns eins og hér forðum daga.

dóri (Óskráður), fim. 20. apr. 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband