Þá er komin verslunarmannahelgi
4.8.2006 | 21:12
og loksins bætti ég inn nokkrum myndum, mest er þetta myndir teknar í borðsalnum, vantar allar myndirnar úr heitapottunum og dansiballinu og....segi ekki meir. Um síðustu helgi fórum við Gulla á Borðeyri þar sem var mikil hátíð og mættu á bilinu 350-400 manns og var skrambi gaman, Raggi Bjarna kom og tryllti lýðinn, það var varðeldur og brekkusöngur. Það er búið að opna bar á Borðeyri og hvet ykkur öll sem eruð á ferðalagi þarna að koma við og fá ykkur einn eða tvo, fátt sem styttir langan akstur eins og nokkrir bjórar...smá grín, alveg smekklaust. Helgina þar áður fórum við svo á Drangsnes á Bryggjuhátíð, ekkert smá gaman þar og veðrið alveg bilað...þe alveg frábært og helgin Drangsnesingum til þvílíks sóma. Auk þeirra Óskars og Halldórs Höskuldssonar sem eru allt í ölu þessa helgi, komu Hilmar og hans kona, Siggi Yngva og hans kona og Árni mætti galvarskur en fór á laugardeginu, þetta var frábært. Þar sem að ég er nú að vera búinn með allar RSK myndirnar sem ég hef fengið, þá ætla ég að gera eian eða tvær möppur mð teikningum eftir mig, býð ykkur á sýndarveruleika sýningu fljótlega hér á síðunni.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.