DONNY OSMOND???
9.6.2006 | 17:13
Ég var að fá mjög skrýtna frétt, hún var eftirfarandi: Ástarpúngurinn Donny Osmond, syngur í Staðarskála
laugardaginn 10. júní. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir
Donny gistir um helgina á Reykjaskóla í Hrútafirði, m.a. mun hann renna fyrir lax
og skoða byggðasafnið, hann hefur einnig sýnt áhuga á því að skoða íslensku
sauðkindina og einnig heimamenn. Þetta kemur mér alveg í opna skjöldu, það er spurning hvort að þetta er eitthvað trix til að draga að gamla aðdáendur hans sem annars væru að skemmta sér á Reykjaskóla á staðinn eða hvort þetta er bara eitthvað grín...hvað veit ég, mér fannst alltaf lagið hans Puppy Love!! dáldið flott en ekkert meir, þannig að ég fer ekki á tónleikana hans í Staðarskála en tippa frekar á að rekast á hann á Reykjaskóla þar sem hann gistir...kannski að maður taki með sér gömlu vínyl plötuna af áðurnefndu Puppy Love og láti hann árita hana. Jæja, fannst rétt að skrifa um eitthvað annað en þetta Partý um helgina, gaman að Donny skuli verða á staðnum, skyldu eitthvað af bræðrum hans vera með í för eða Mary Osmond systir hans?!!!!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já ég var einmitt að frétta af þessu. Las langa grein um Donny í slúðurblaði á hárgreiðslustofunni um daginn þar sem hann sagði frá þessari fyrirhugaðri ferð "up north". Sagðist hlakka til að fá sér spælegg og franskar í grillinu á Staðarskála og líta á á "the locals at Reykjaskoli". Hann tók sig nú annars bara vel út í hægindastólnum kallinn, svolítið framsettur og ennishár með barnabarnið á handleggnum. Hann er að vísu ekki alveg eins mikill bruni og mig minnti að hann hefði verið í denn, þegar hann söng "Twihlight side of the hill" eða eitthvað í þá áttina og kreisti tárakirtlana á okkur stelpunum, þar sem við kúrðum dreymnar í kojunum okkar uppi á vist með plaggat af draumaprinsinum uppi á vegg. En samt.....
Ingibjörg Hafstað (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.