Frábærar undirtektir!
5.5.2006 | 18:24
Ég talaði við Karl staðarhaldara á Reykjaskóla, hann sagðist vera ánægður með pantanir fyrir helgina góðu 9.-11. júní, fólk væri að panta báðar nætur þannigð að það stefnir í gríðarlega stemmingu. Ég gat ekki spjallað mikið við hann en mun hafa samband aftur við hann á mánudaginn og fá þá nánari fréttir og læt þá vita nánar her á síðunni. Nú svo þarf að sjóða saman matseðil og ymislegt, þannig að undirbúningsnefndin mun hittast og ráða áðum sínum í næstu viku og þá verður sendur út ítarlegur póstur um allt sem komið er. Endilega ef þið nennið að reyna að koma fleiri myndm í umferð, annað hvort frá ykkar eigin bloggsíðum eða senda þær á mig dori@tv.is...koma svo ekkert drollerí.....djöfulli er ég að verða spenntur, Gulla þarf að sprauta mig niður á eftir!!!!! Góða helgi öllsömul!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.