Hvaða hljómsveitir og eða lög voru vinsælust á árunum 1974/75 ?

Er ekki einhver sem getur upplýst nefndina um vinsælustu hljómsveitirnar og lögin frá þessum tíma og sent okkur eða bloggað það inn á síðuna.sú hjálp væri vel þegin.kv.Atli.V


Er ekki kominn tími ti að tengja?

Eftir nákvæmlega 14 daga verðum við saman komin að Reykjum!!!! Fjórtán dagar segi ég og skrifa!!!! Það er ekki laust við að maður sé orðin nett spenntur...og kannski fleirii. Langar til að hvetja fólk til að greiða staðfestingargjaldið, með því sjáum við hvaða fjöldi er að koma, þannig að endilega kýlið á það, ekki eftir neinu að bíða. Það er allt að verða iða grænt í firðinum og ég er að spá þessu 10 til 15 stiga hita þessa hegi þannig að það er hægt að vera í heita pottinum nánast alla helgina...

Eitt en, það hefur ekki gengið að ná í nokkra aðila vegna þessa og set ég nöfnin þeirra hér in í von um að einhverjir geti vísað á þau, sendið mér meil með upplýsingum á dori@tv.is

4 bekkur-Hildur Guðmundsdóttir , 3L - Eggert Atli Benónýson - Elín Snorradóttir - Helga Sigurðardóttir - Magnús Hauksson, 2 bekkur - Lárus G. Þorvarðarson - Sigurjón Guðmundsson, 1. bekkur - Heimir Ottóson

Ekki meira í bili!!


19. dagar í gleðina

Halló elskurnar, þá fór litli særðfræðiheilinn minn í gang.....hann segir mér að það séu nítján dagar í gleðina, það er óhætt að segja að tíminn fljúgi áfram. Vil hvetja fólk til að panta sér gistingu og sömuleiðis að drífa í að borga staðfestingargjaldið, það væri voða gott að fara að fá einhverja mynd af því hverjir ætla að láta sjá sig. Þeir sem eru en að velta því fyrir sér geta sent póst á eihverrt okkar sem að þessu standa og látið vita að þið séuð en að spá. En hvað um það það stefnir í fjölda manns og því ætti að fylgja heljarinnar stemming. Ef þið ætlið að koma með fellihýsi eða tjaldvagna eða slíkt endilega látið Karl staðarhaldara vita svo hann geti sett út rafmagn fyrir það.  Það eru farnar að berast fréttir af ólíklegasta fólki útt um allt land sem er komið á fullt í sundlaugum í sínum heimabæum, þannig að eitthvað er fólk að koma sér í form fyrir sundmótið, það er verið að vinna í því að fá veglegan bikar sem yrði farandbikar, s.s. alltaf keppt um hann á 20 til12 ára fresti (eða þegar við hittumst). Nú Kristján Oddsson hvatti fólk til að taka með sér körfuboltadót, það væri eitthvað skrítið ef enginn körfubolti væri spilaður þessa helgi. En það er líka alveg á hreinu að það verða ekki bara stundaðar íþróttir þessa helgi, ó nei. Nú við erum að reyna að láta fólk sem var árin tvö á undan og eftir vita af þessu, það væri gaman að slá upp alsherjar balli þarna á laugardagskvöldinu, svo endilega látið þetta spyrjast út, bendið fólki á heimasíðuna, allir velkomnir!!!

Við fórum norður

Ég (dóri) og Hilmar skruppum að Reykjum í gær að taka út staðinn, skoða aðstæður og ræða við Kalla staðarhaldara um helgina góðu. Það kom smá vinnubabb í bátinn hjá mér þannig að við urðum að bruna í bæinn eftir rétt hálftíma stopp....en hvað um það, fjörðurinn skartaði sínu fegursta vorveðri, gluggaveður af bestu sort en tún og fé þó farið að taka nokkuð við sér og sáum við félagar nokkra væna sauði á ferð okkar. Nú skólinn er í góðu standi og hefur lítið breyst, við skoðuðum salinn...við vorum þrír og það var eins og salurinn væri fullur af fólki, rosalega er hann eitthvað að minnka með árunum. Nú sundlaugin sömuleiðis, okkur Hilmari minnti að hún hefði verið 50 m en það er ekki rétt, þetta er bara baðker og ættu menn ekki að hika við að melda sig í sundmótið, nú síðast meldaði Kristján Oddson sig, þannig að það stefnir í hörku keppni. Karlli er að koma upp nýjum móttöku græjum fyrir sýn þannig að þeir sem hafa hugsað sér að horfa á Austur Þýskaland keppa við Grænhöfðaeyjar í opnunarleik heimsmeistarakeppninar þurfa engu að kvíða með það. Minni á að þeir sem mæta með tjald eða í felli eða hjólhýsi þurfa ekki að hafa áhyggjur, láta vita og það verða settir út kapplar með rafmagni. Á næturnar verður opið hús í gamla barnaskólanum til WC ferða, en á daginn notar fólk sundið. Við ræddum við Kalla um matinn og ætlar hann að senda okkur lista yfir hvað yrði á hlaðborði, vín selt sér, kaffi á eftir og geta menn keypt sér koníak með því....meira um þetta síðar. var að reyna að setja inn nokkrar myndir frá ferðinni en það gengur ekki alveg, reyni þangað til það gengur. Vil svo að lokum minna menn á að drífa sig að panta herbergi, KAlli ætlar að fylla gamla skólann fyrst...síðan strákavistina...og endilega líka að borga staðfestingargjaldið, allt að gerast og tíminn styttist og allir glaðir væntanlega....húrra

Myndir frá hittingnum 1994 og fundur

Bogga kom með myndir sem hún tók þegar við hittumst síðast, mjög skemmtilega, endilega kíkið á þær. S.l. fimmtudag hittist undirbúningsnefndin enn einu sinni til að stilla strengi sína, Sissa og Gulla voru óvæntir áheyrnarfulltrúar og var bara gamana af því. Það var ákveðið að tveir meðlimir nefndarinnar færu norður yfir heiðar n.k. þriðjudag til skrafs og ráðagerða við Kalla yfirstrump á Reykjum, þar verða teknar myndir og allt kortlagt, eins og maturinn og hvað við getum nýtt okkur af húsnæði og öðrum hlutum sem á svæðinu eru. Heitu pottarnir verða teknir út með tilliti hversu margt fólk á miðjum aldri kemst í þá í einu. Sundlaugin verður mæld fyrir hið mjög svo áhugaverða sundmót. Rætt var á fundinum um hvaða skemmtiatriði ættu að vera og er það í vinnslu og mega allir koma með hugmyndir um það, rætt var um að enduruppsetja Dýrin í Hálsaskógi ofl. en það kemur í ljós. Einhver sagði að það gæti verið gamana að láta opna Byggðasafnið því líklegt sé að fæst okkar hafi komið að því húsi í öðrum erindagjörðum en til að fá sér smók!! En semsagt, allt að gerast, látum heyra frá okkur aftur eftir norðurferðina.

ÞAÐ ER MÁNUÐUR Í MÓT!!!!

Halló allir, þá er bara rét mánuður í stóra Reykjaskóla PARTÍIÐ!!!

Við sem að þessu stöndum verðum að fara fram á að þið (öll) sem ætlið að mæta, greiðið staðfestingargjald upp á krónur 2.000 kr. sem greiðist í síðasta lagi miðvikudaginn 31. maí n.k. Þetta er aðalega til þess að kokkurinn geti eldað mat nokkurn veginn í réttu hlutfalliu við fjölda þeirra er mæta á svæðið!!

Vinsamlegast leggið inn á eftir farandi reikning:
Banki: 1150
H 26
Reikningsn. 11518
kt.: 221257 7079

og taka fram nafn og vegna RSK

Ég í Karl staðarhaldara og hann sagði að með þessu áframhaldi yrðu öll herbergi upppöntuð þessa helgi, allavega á laugardeginum en flestir sem eru búnir að panta eru að bóka sig föstudag og laugardag...semsagt á þriðja tug herbergja pöntuð og mánuður í mót!!!! Þetta sýnist mér vera heldur meiri stemmning heldur en er búin að nást í Þýskalandi vegna heimsmeistarakeppninar í knattspyrnu.!!

Eins og þið sem hafið farið inn á heimasíðuna http://rskparty2006.blog.is/blog/rskparty2006/ hafið séð að þá er að myndast stemming í kringum sundmót sem allt stefnir í að verði haldið á laugardeginum, keppt verður í opnum flokki og eru þegar komnir þrír keppendur, það er sundlaugarstjóri þeirra Sauðarkræklinga, Guðmundur Jensson, Hilmar Hreinson sem nýlega vann til fjölda verðlauna á öldungamóti Sundsambandssins og Inga Hafstað sem hefur stundað sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu af miklum móð til margra ára. Það verður spennandi að sjá hverjir fleiri mæta til leiks á sundmótinu, það skal tekið fram að fólk má synda með hvaða aðferð sem er og með hvaða hjálpartæki sem vill.

Karl staðarhaldari bað mig að láta það koma fram að þeir sem hyggjast koma með hjólhýsi, fellihýsi eða annað í þeim dúr láti sig vita þannig að hann geti leitt út rafmagn og slíkt til að auka fólki þægindin.

Endilega látið fólk sem var með ykkur hvort sem var árin tvö á undan eða eftir vita af þessu, reynum að blása til heljarinar teitis og fá sem flesta, ekki það að við séum eitthvað hrædd um að þið mætið eitthvað illa, alls ekki, það kom þessi beiðni frá fólki sem var ekki akkúrat þetta ár en langar til að koma og skemmta sér með okkur. Og við segjum bara, það eru allir velkomnir!!

Ekki meira í bili en meira bráðum, nú fara fyrst að koma póstar út af þessu híllumhæi og endilega skrifið í gestabókina þegar þið farið inn á síðuna eða látiðmig vita ef þið getið ekki skrifað..svo vantar fleiri myndir!!!!
Koma svo allir saman nú!!!! Upp með stuðið, allir drífa sig að koma barnabörnunum í pössun og .....hey hvernig er það er ekki einhver sem kann línudans og væri til i að vera með hraðnámskeið á föstudagskveldinu!! Eða á laugardeginum.

Allir koma með einhverjar hugmyndir af því hvað hægt er að gera þessa helgi, alveg sama hversu vitlaus hugmyndin er þá verður hún notuð!!!.....


Frábærar undirtektir!

Ég talaði við Karl staðarhaldara á Reykjaskóla, hann sagðist vera ánægður með pantanir fyrir helgina góðu 9.-11. júní, fólk væri að panta báðar nætur þannigð að það stefnir í gríðarlega stemmingu. Ég gat ekki spjallað mikið við hann en mun hafa samband aftur við hann á mánudaginn og fá þá nánari fréttir og læt þá vita nánar her á síðunni. Nú svo þarf að sjóða saman matseðil og ymislegt, þannig að undirbúningsnefndin mun hittast og ráða áðum sínum í næstu viku og þá verður sendur út ítarlegur póstur um allt sem komið er. Endilega ef þið nennið að reyna að koma fleiri myndm í umferð, annað hvort frá ykkar eigin bloggsíðum eða senda þær á mig dori@tv.is...koma svo ekkert drollerí.....djöfulli er ég að verða spenntur, Gulla þarf að sprauta mig niður á eftir!!!!! Góða helgi öllsömul!!!

Eru ekki allir í gírnum ????

Nú er allt að gerast og tíminn líður þ.a.l.hvet ég þá sem ekki eru búnir að panta herbergi að gera það nú þegar.Búið er að semja við veðurguðina og það var auðvelt en eins og þið vitið og munið var veðrið alltaf GOTT.Kv.Atli.V 

ER þessi síða ekki að virka sem skildi??

Hefur fólk verið að lenda í veseni með þessa síðu?? Einhverjar kvartanir eru um það mál og væri gott að fá vitneskju frá ykkur um það á netfangið dori@v.is. Annars allt í góðu, það bara styttist og styttist í þessa uppákomu.

Endilega látið vita af ykkur í gestabókinni!!!

Mikið væri nú gaman ef þið skrifuðuð smá línu í gestabókina bara svona svo við sjáum hverjir eru að kíkja inn, ekki í hvert einasta skipti, allavega einu sinni...þó ekki væri nema hæ og bæ.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband